Tikkal (1999)

engin mynd tiltækTríóið Tikkal frá Þorlákshöfn var starfandi 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Hjörtur Rafn Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Grétar Ingi Erlendsson trommuleikari og Jón B. Skarphéðinsson bassaleikari skipuðu þá sveitina sem komst í úrslit.

Síðar sama ár keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni, komst ekki í úrslit en lag með henni kom þó út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfarið.