Tin [2] (1999)

engin mynd tiltækHljómsveitin Tin kom fram á sjónarsviðið á Músíktilraunum 1999. Finnur Vilhjálmsson söngvari og gítarleikari, Þórir Ingvarsson bassaleikari, Elías Guðmundsson trommuleikari og Einar Aron Einarsson gítarleikari skipuðu sveitina en sá síðastnefndi var valinn besti gítarleikari tilraunanna í það skiptið, þrátt fyrir að sveitin næði ekki í úrslit.