Tin [1] (1995)

Hljómsveitin Tin var rokksveit sem var nokkuð áberandi á öldurhúsum höfuðborgarinnar sumarið 1995. Sveitin var skammlíf og starfaði aðeins í fáeina mánuði. Meðlimir Tins voru Jóna De Groot söngkona, Guðlaugur Falk gítarleikari, Jón Guðjónsson bassaleikari, Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari og Brynhildur Jónsdóttir sem söng bakraddir. Sigurður Reynisson tók við trommusettinu síðsumar. Þau komu öll úr rokkgeiranum…

Tin [2] (1999)

Hljómsveitin Tin kom fram á sjónarsviðið á Músíktilraunum 1999. Finnur Vilhjálmsson söngvari og gítarleikari, Þórir Ingvarsson bassaleikari, Elías Guðmundsson trommuleikari og Einar Aron Einarsson gítarleikari skipuðu sveitina en sá síðastnefndi var valinn besti gítarleikari tilraunanna í það skiptið, þrátt fyrir að sveitin næði ekki í úrslit.