Andlát – Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Guðmundur Steingrímsson

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) er látinn, á nítugasta og öðru aldursári.

Guðmundur var einn allra þekktasti trommuleikari landsins og náði ferill hann yfir ýmsa og ólíka strauma og stefnur tónlistarinnar allt frá miðri síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar. Þannig kom hann við sögu á mörgum klassískum tónlistarperlum frá sjötta og sjöunda áratugnum með KK-sextettnum, hljómsveit Jóns Sigurðssonar o.fl. og á áttunda og níunda áratugnum lék hann sem session leikari inn á fjölda hljómplatna með þekktum hljómsveitum og tónlistarfólki af ýmsu tagi. Þá var hann einn virtasti djasstrommuleikari Íslands og öflugur talsmaður djasstónlistarinnar hér á landi, tók virkan þátt í starfi Jazzvakningar og smitaði aðra og sér yngri tónlistarmenn með áhuga sínum.

Með Guðmundi er genginn einn merkasti tónlistarmaður íslenskrar tónlistarsögu en trommuleikur hans hefur varðveist á tugum ef ekki hundruð hljómplatna.

Hér má lesa mun meira um ævi og tónlistarferil Guðmundar.