Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf.

Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.