Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar.

Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna Halldórsdóttir söngkona og fiðluleikari, Þóroddur Bjarnason trompetleikari, Ásgeir Eyþórsson söngvari, Sigríður Árnadóttir söngkona, Guðleifur Rafn Einarsson gítarleikari, Guðmundur Erlingsson gítarleikari, Sveinbjörn Reyr Hjaltason trommuleikari og Sunna Björk Þórarinsdóttir bassaleikari.

Keppnin var hljóðrituð og gefin út venju samkvæmt skömmu síðar, á kassettuformi undir titlinum Tónlistarkeppni NFFA: Guð gaf  mér eyra svo nú má ég heyra en þar átti Fyrirbæri tvö lög.