Föss (1993)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Föss og mun hafa innihaldið m.a. þá Georg Hólm bassaleikara og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikara sem síðar urðu meðlimir Sigur rósar sem var stofnuð 1994, hér er því giskað á að Föss hafi verið starfandi um 1993.

Óskað er eftir nánari upplýsingum um starfstíma Föss, auk upplýsinga um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan.