Fullt hús gesta (1987)

Hljómsveitin Fullt hús gesta starfaði vorið 1987 og kom þá fram í sjónvarpsþættinum Rokkarnir geta ekki þagnað. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Óli Jón Jónsson gítarleikari, Halldór Bachmann söngvari og hljómborðsleikari og Svanur Kristbergsson bassaleikari en enginn fastur trommuleikari lék með henni. Halldór Lárusson var hins vegar fenginn inn sem session-trommari fyrir sjónvarpsþáttinn.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Fullt hús gesta starfaði.