Fölu frumskógardrengirnir (1985-86)

Fölu frumskógardrengirnir var tríó þriggja ásláttaleikara sem kom fram í fjölmörg skipti 1985 og 86, m.a. á afmælishátíð Þjóðviljans ásamt fjölda tónlistarmanna, menningarhátíðinni N‘ART ´86, útihátíð í Atlavík og víðar.

Það voru þeir Sigtryggur Baldursson, Pétur Grétarsson og Abdou Dhour sem skipuðu Fölu frumskógardrengina.