Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1960-62)

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar, einnig nefndur Friðrikskór starfaði í um tvö ár en hann var stofnaður Friðriki Bjarnasyni til heiðurs.

Friðrik Bjarnason tónskáld hafði verið söngkennari við Barnaskólann í þrjátíu og sjö ár og á áttræðis afmæli hans haustið 1980 var ákveðið að stofna kór við skólann honum til heiðurs, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sem þá kenndi söng við skólann. Kórinn var tvískiptur, yngri og eldri deild.

Kórinn starfaði í um tvö ár og fyrir jólin 1962 gaf Fálkinn út tveggja laga jólaplötu með söng hans, en kórinn lagði upp laupana fljótlega eftir það.

Efni á plötum