Frummenn (1970 / 2004-06)

Hljómsveitin Frummenn spratt fram á sjónarsviðið sumarið 2005 með nokkru írafári en þegar betur var að gáð kom í ljós að þar var á ferðinni upprunaleg útgáfa Stuðmanna sem hafði ekki komið saman í þrjátíu og fimm ár. Forsaga sveitarinnar er sú að þeir Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon, Ragnar Danielsen og Gylfi Kristinsson tróðu…

Frummenn – Efni á plötum

Frummenn – Tapað / Fundið: Hinir upprunalegu Stuðmenn Útgefandi: Reykjavik Music Útgáfunúmer: RR 404 Ár: 2006 1. A sunny day 2. Into the night 3. Transcontinental 4. Whene I‘m not with you 5. Teenage love 6. Left right 7. Drive on 8. Sentimental 9. School of love 10. Talking 11. Here we go again 12.…

Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Frost [1] (1981-82)

Upplýsingar óskast um ballhljómsveit sem að líkindum starfaði í Borgarfirði á árunum 1981 og 82 að minnsta kosti. Vitað er að sveitin lék á Jörfagleði-dansleik í Búðardal 1981 og á Akranesi 82 en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hversu lengi hún starfaði, hverjir skipuðu hana o.s.frv.

Frogs (1999)

Dúettinn Frogs birtist skyndilega haustið 1999 með plötu í farteskinu en þar reyndist vera á ferð Gunnar Bjarni Ragnarsson gítarleikari og lagahöfundur sem hafði gert garðinn með Jet Black Joe (og Jetz) nokkrum árum fyrr, ásamt söngkonunni Karólínu Helgu Eggertsdóttur (Karó). Frogs (sem stóð fyrir Free range overground) starfaði þó ekki lengi, kom fram í…

Frogs – Efni á plötum

Frogs – The Invincible Frogs Planet Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: ST. 029 CD Ár: 1999 1. She said, She said 2. Reverse 3. Christ mess 4. Love 5. Desire 6. Lutrug 7. SanPetro 8. Mushroom pie 9. Falling Flytjendur: Gunnar Bjarni Ragnarsson – allur hljóðfæraleikur Karólína Helga Eggertsdóttir – söngur

Froskar og fiðrildi [1] (1994)

Árið 1994 var hljómsveit starfandi á Selfossi eða nágrenni undir nafninu Froskar og fiðrildi, þessi rokksveit lék eitthvað á dansleikjum og tónleikum en var líklega ekki langlíf. Meðlimir Froska og fiðrilda munu hafa verið bræðurnir Ólafur Ólason söngvari og Árni Ólason bassaleikari, Rikki [?] gítarleikari og Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæi o.fl.) en þannig var sveitin…

The Froggs (1985)

The Froggs var hljómsveit sem líklega var sett saman fyrir eitt gigg, tónleikauppákomu sem útgáfufyrirtækið Grammið stóð fyrir í Djúpinu við Hafnarstræti sumarið 1985. Sveitin var skipuð fimm meðlimum sem gengu undir dulnefnunum Sperma, Gnirk, Konráð, Nitsirk og Nord M, og hafa þeir án nokkurs vafa verið þekktir tónlistarmenn og hluti af Gramm-genginu. Hér er…

Frogadog (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Frogadog og var að öllum líkindum starfandi seint á síðustu öld, líkast til árið 1998 eða um það leyti. Árni [?] gæti hafa verið bassaleikari þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana.

Frjóvgun (1978)

Hljómsveitin Frjóvgun starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1978 og var skipuð meðlimum á barnsaldri. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar, fyrir liggur að Ásgeir Sæmundsson (Geiri Sæm) var einn meðlima hennar en upplýsingar vantar um aðra. Þessi sveit ku hafa verið undanfari hljómsveitarinnar Exodus (sem var skipuð tónlistarfólki sem síðar átti eftir að starfa í…

Frískamín (1998)

Á Fljótsdalshéraði starfaði hljómsveit rétt fyrir síðustu aldamót, skipuð ungmennum, undir nafninu Frískamín. Meðlimir þessarar sveitar voru þau Þröstur Indriðason [?], Sindri Sigurðsson [?], Aðalsteinn Sigurðarson [?], Rúnar Árdal [?] og Sigríður Sigurðardóttir [?]. Einnig komu stundum fram með sveitinni Margrét Guðgeirsdóttir hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Baldursson gítarleikari og Árni Þór Steinarsson gítarleikari. Frískamín mun hafa…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frílyst (1981-91)

Hljómsveitin Frílyst (einnig nefnd Frílist) starfaði í um áratug og var afkastamikil á árshátíðasviðinu og þess konar samkomum, sveitin lék þó einnig á sveitaböllum og skemmtistöðum eins og Klúbbnum. Frílyst kemur kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1981 og var þá sögð vera að norðan en önnur heimild segir sveitina vera úr Reykjavík, á tímabili…

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – Efni á plötum

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði Útgefandi: Fríkirkjan í Hafnarfirði Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Guð, sem gefur lífið 2. Hallelúja 3. Ég er lífsins brauð 4. Umvafin englum 5. Megi gæfan þig geyma Flytjendur: Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði – söngur undir stjórn Arnar Arnarsonar Kristín Erna Blöndal – einsöngur Örn Arnarson – gítar…

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði (1913-)

Kór hefur verið starfandi við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á aðra öld þótt upplýsingar liggi ekki fyrir nákvæmlega um hvenær hann var stofnaður eða hvort hann hefur starfað alveg samfleytt, í þessari umfjöllun er gert ráð fyrir að hann hafi starfað frá stofnun kirkjunnar árið 1913 en Fríkirkjan var fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði.…

Freikorps (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líklega lék tilraunakennda tónlist, og starfaði árið 1991 undir nafninu Freikorps. Afar takmarkaðar heimildir eru til um þessa sveit en hún lék á útitónleikum ásamt Reptilicus í grjótnámu í Öskjuhlíðinni um haustið 1991, óskað er eftir upplýsingum um starfstíma sveitarinnar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 24. mars 2021

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og níu ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…