The Froggs (1985)

The Froggs var hljómsveit sem líklega var sett saman fyrir eitt gigg, tónleikauppákomu sem útgáfufyrirtækið Grammið stóð fyrir í Djúpinu við Hafnarstræti sumarið 1985.

Sveitin var skipuð fimm meðlimum sem gengu undir dulnefnunum Sperma, Gnirk, Konráð, Nitsirk og Nord M, og hafa þeir án nokkurs vafa verið þekktir tónlistarmenn og hluti af Gramm-genginu. Hér er giskað á að Konráð hafi verið Bragi Ólafsson bassaleikari (Purrkur Pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann gekk undir því nafni í Jazzhljómsveit Konráðs Bé fáeinum árum síðar.

Upplýsingar óskast um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima The Froggs.