Froskar og fiðrildi [1] (1994)

Árið 1994 var hljómsveit starfandi á Selfossi eða nágrenni undir nafninu Froskar og fiðrildi, þessi rokksveit lék eitthvað á dansleikjum og tónleikum en var líklega ekki langlíf.

Meðlimir Froska og fiðrilda munu hafa verið bræðurnir Ólafur Ólason söngvari og Árni Ólason bassaleikari, Rikki [?] gítarleikari og Jónas [?] trommuleikari en þannig var sveitin skipuð á safnplötunni Sándkurl (1994) þar hún átti fjögur lög.

Upplýsingar um föðurnöfn þeirra sem vantar, má senda Glatkistunni, auk annars sem gæti vantað upp á í þessari umfjöllun.