Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)

Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði en hann hefur einnig tengingu við íslenska tónlistarsögu, annars vegar með stofnun lúðrasveitar og karlakórs og hins vegar með ljóðum sem hann samdi á sínum tíma en hafa nú verið…

Friðrik Friðriksson [1] – Efni á plötum

Magnús Baldvinsson – Nú tindra stjörnur: úr Söngbók séra Friðriks Útgefandi: KFUM Útgáfunúmer: KFUM CD1 Ár: 1992 1. Kæri faðir, kenndu mér að biðja 2. Ó, þú sem elskar æsku mína 3. Þér Jesús, hef ég heitið 4. Sá til er ei vinur 5. Ef þú villist, veg ei sér 6. Mér eyddust allar rósir 7. Ég veit…

Freðmýrarflokkurinn (1980)

Freðmýrarflokkurinn var söngflokkur starfandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja snemma árs 1980 og kom þá fram á menningarhátíð sem Landssamband mennta- og fjölbrautaskóla (síðar Samband íslenskra framhaldsskólanema) stóð fyrir. Meðlimir Freðmýrarflokksins voru þau Ólöf María Ingólfsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Atli Ingólfsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gylfi Garðarsson og Kristján Gíslason. Freðmýrarflokkurinn virðist hafa verið skammlífur.

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Franz Mixa (1902-94)

Margir erlendir tónlistarmenn sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar höfðu mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf en fáir þó jafn mikil áhrif og Austurríkismaðurinn dr. Franz Mixa. Ekki aðeins hafði hann áhrif á íslenska tónlist með beinni aðkomu heldur komu í kjölfarið hingað til lands fleiri slíkir tónlistarmenn fyrir hans atbeina. Franz Mixa…

Frantic (1992-93)

Hljómsveitin Frantic starfaði innan Verkmenntaskólans á Akureyri 1992 og 93, hugsanlega lengur. Sveitin spilaði nokkuð opinberlega á dansleikjum fyrir norðan. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Finnur B. Jóhannsson söngvari (síðar þekktur handboltamaður), Atli Rúnarsson [?], Jonni [?] og Matthías Stefánsson gítarleikari.

Fransk-íslenski kvartettinn (1988)

Sumarið 1988 var kvartett settur á stofn undir nafninu Fransk-íslenski kvartettinn en hann lék bæði klassík og djass. Svo virðist sem kvartettinn hafi einungis komið fram á einum tónleikum, í Norræna húsinu. Meðlimir Fransk-íslenska kvartettsins voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Frakkinn Christophe Brandon flautuleikari.

Freisting Gillettes (1993)

Sumarið 1993 var einþáttungurinn Rósir og rakvélablöð eftir Benóný Ægisson settur á svið í tengslum við óháða listahátíð í Reykjavík. Hljómsveit sem bar nafnið Freisting Gillettes lék tónlist í sýninunni og voru meðlimir þeirrar sveitar höfundur verksins, Benóný Ægisson sem lék á hljómborð og söng, Björgúlfur Egilsson bassaleikari og Sigtryggur Baldursson slagverksleikari.

Freisting (1993)

Hljómsveit sem bar nafnið Freisting starfaði í nokkra mánuði, frá því um sumarið 1993 og líklega fram að áramótum. Það voru þau Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona, Stefán E. Petersen píanóleikari og söngvari og Arinbjörn Sigurgeirsson bassaleikari sem skipuðu sveitina en hún lék m.a. á Hótel Íslandi. Sveit með þessu nafni lék einnig á veitingastað í…

Freeport (1978-79)

Hljómsveitin Freeport starfaði í nokkra mánuði seint á áttunda áratug síðustu aldar, en saga sveitarinnar hlaut sviplegan endi við lok verslunarmannahelgarinnar 1979. Freeport var stofnuð síðla árs 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Axel Einarsson gítarleikari, Jón Ragnarsson gítarleikari, Ólafur Kolbeins trommuleikari, Yngvi Steinn Sigtryggsson hljómborðsleikari og Gunnlaugur Melsteð söngvari og bassaleikari. Þeir…

Free style (1986)

Free style var hljómsveit starfandi í Kópvogi vorið 1986 en þá var hún meðal sveita sem lék á tónleikum sem báru yfirskriftina Kóparokk. Ekki liggja fyrir neinar aðrar upplýsingar um um sveitina, hverjir skipuðu hana, hversu lengi hún starfaði eða hver hljóðfæraskipan hennar var en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Freðryk (1999)

Dúettinn Freðryk kom úr Reykjavík og keppti í Músíktilraunum 1999 og lék þar eins konar tilraunakennda raftónlist. Það voru þeir Eyvindur Karlsson söngvari og gítarleikari og Fróði Árnason tölvu- og bassaleikari sem skipuðu Freðryk en þeir félagar komust ekki áfram í úrslit. Ekki liggur fyrir hversu lengi Freðryk starfaði en sveitin kom þó fram á…

Fresh [1] (1976-77)

Hljómsveitin Fresh, sem kenndi sig aðallega við fönktónlist, starfaði á árunum 1976 og 77 og var þá nokkuð áberandi í íslensku tónlistarsenunni án þess þó að senda frá sér efni á plötum, sveitin lék töluvert af frumsömdu efni. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu Fress en því var svo breytt í Fresh um sumarið 1976,…

Afmælisbörn 3. mars 2021

Fjórir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og níu ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…