Freðmýrarflokkurinn (1980)

Freðmýrarflokkurinn var söngflokkur starfandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja snemma árs 1980 og kom þá fram á menningarhátíð sem Landssamband mennta- og fjölbrautaskóla (síðar Samband íslenskra framhaldsskólanema) stóð fyrir.

Meðlimir Freðmýrarflokksins voru þau Ólöf María Ingólfsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Atli Ingólfsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gylfi Garðarsson og Kristján Gíslason.

Freðmýrarflokkurinn virðist hafa verið skammlífur.