
Freðryk
Dúettinn Freðryk kom úr Reykjavík og keppti í Músíktilraunum 1999 og lék þar eins konar tilraunakennda raftónlist.
Það voru þeir Eyvindur Karlsson söngvari og gítarleikari og Fróði Árnason tölvu- og bassaleikari sem skipuðu Freðryk en þeir félagar komust ekki áfram í úrslit.
Ekki liggur fyrir hversu lengi Freðryk starfaði en sveitin kom þó fram á síðdegistónleikum Hins hússins skömmu eftir Músíktilraunirnar.