Fransk-íslenski kvartettinn (1988)

Fransk-íslenski kvartettinn

Sumarið 1988 var kvartett settur á stofn undir nafninu Fransk-íslenski kvartettinn en hann lék bæði klassík og djass. Svo virðist sem kvartettinn hafi einungis komið fram á einum tónleikum, í Norræna húsinu.

Meðlimir Fransk-íslenska kvartettsins voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Frakkinn Christophe Brandon flautuleikari.