Frílyst (1981-91)

Hljómsveitin Frílyst (einnig nefnd Frílist) starfaði í um áratug og var afkastamikil á árshátíðasviðinu og þess konar samkomum, sveitin lék þó einnig á sveitaböllum og skemmtistöðum eins og Klúbbnum.

Frílyst kemur kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1981 og var þá sögð vera að norðan en önnur heimild segir sveitina vera úr Reykjavík, á tímabili lék hún mikið á Suðurnesjunum svo freistandi væri einnig að tengja sveitina við þann landshluta. Hún virðist hafa verið starfandi nokkuð samfleytt allt til ársins 1991.

Upplýsingar um Frílyst eru afar takmarkaðar og eru nöfn meðlima hennar ekki nema að litlu leyti þekkt, Birgir Sævar Jóhannsson [gítarleikari?] var einn meðlima hennar 1981 en auk þess eru Bjarni Helgason [trommuleikari?] og Bára Grímsdóttir söngkona og hljómborðsleikari nefnd sem meðlimir sveitarinnar á einhverjum tímapunkti. Ekki er ljóst hvort þau voru öll samtímis í sveitinni eða hverjir aðrir komu við sögu hennar. Því er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi Frílystar og hljóðfæraskipan auk upplýsinga um hvaðan sveitin var gerð út.