Fressmenn [1] (1991-92)

Fressmenn

Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994.

Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar og Björn M. Sigurjónsson söngvari. Steinn Sigurðsson gítarleikari bættist svo við sveitina og svo einnig Sveinn Kjartansson hljómborðsleikari um skamman tíma. Sean Bradley fiðluleikar kom fram með Fressmönnum í nokkur skipti jafnframt.

Sveitin lék sem fyrr segir einkum blústónlist en þeir félagar virðast hafa reynt fyrir sér með ýmsum stílbrigðum s.s. soul, rokk og jafnvel írska þjóðlagatónlist.