Fressmenn [1] (1991-92)

Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994. Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar…

The X-youth (1996)

Dúettinn The X-youth kom fram í nokkur skipti vorið 1996 á öldurhúsum borgarinnar. Það voru þeir Finnbogi M. Ólafsson söngvari og gítarleikari og Sveinn Kjartansson gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.

Plastic youth (1988)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Plastic youth en sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur sem kom út 1996. Á þeirri safnplötu voru meðlimir Plastic youth Sveinn Kjartansson bassaleikari, Einar H. Árnason trommuleikari og Kári Hallsson söngvari og gítarleikari en einnig sungu þær Agnes E. Stefánsdóttir og Björg A. Ívarsdóttir bakraddir…

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Lifun [1] (1993-94)

Hljómsveitin Lifun starfaði í um eitt ár (1993-94) og kom út efni á tveimur safnplötum á sínum stutta ferli. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Björn M. Sigurjónsson söngvari, Arnold Ludwif bassaleikari, Kristján Már Hauksson gítarleikari og Sveinn Kjartansson píanóleikari, en tveir þeir síðast nefndu voru í forsvari fyrir safnplötuna Íslensk tónlist 1993 sem sveitin átti…

Limbó [2] – Efni á plötum

Limbó – Fyrstu sporin: traðkað í margtroðinni slóð Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: NA 001 Ár: 1991 1. Og það var vor 2. Ástin og dauðinn 3. Til þín 4. Whisper in the night 5. Sorgir kisu 6. Leikja Baldur 7. Ó, ljúfa veröld 8. Þegar Kristófer Sigurðsson lét úr höfn, stóð herinn á bryggjunni og söng…

Upplyfting – Efni á plötum

Upplyfting – Kveðjustund 29-6 1980 Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 132 Ár: 1980 1. Langsigling 2. Kveðjustund 3. Traustur vinur 4. Útrás 5. Upplyfting 6. Lokaður úti 7. Dansað við mánaskin 8. Vor í lofti 9. Finnurðu hamingju 10. Mótorhjól 11. Reikningurinn 12. Angan vordraumsins Flytjendur Gústaf Guðmundsson – trommur Sigurður V. Dagbjartsson – búsúkí, hljómborð, söngur og gítar…