Fresh [2] (1997)

Fresh

Hljómsveit að nafni Fresh starfaði á Akranesi innan Fjölbrautaskóla Vesturlands, og tók haustið 1997 þátt í tónlistarkeppni nemendafélags skólans sem það árið gekk undir nafninu Frostrokk 1997. Sveitin sigraði þá keppni og átti í kjölfarið tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997, sem gefin var út á vegum nemendafélagsins vorið 1998.

Meðlimir sveitarinnar voru þau Óli Örn Atlason söngvari, Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted söngkona, Árni Eyþór Gíslason gítarleikari, Ingþór Bergmann bassaleikari og Ísólfur Haraldsson trommuleikari. Líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu en hafi ekki verið starfandi hljómsveit.