Frostbite (1992-94)

Frostbite

Tónlistarmennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Einar Örn Benediktsson hafa stundum starfað saman og meðal annars undir nafinu Frostbite, á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar.

Samstarf þeirra undir því nafni mun hafa hafist árið 1992 þegar þeir fóru í hljóðver og tóku upp átta lög sem þeir skilgreindu sjálfir sem eins konar danstónlist, breska söngkona KatieJane Garside (Dasiy Chainsaw) kom einnig við sögu á þeim upptökum. Lögin komu svo út á plötunni The second coming sem One little indian gaf út í Bretlandi sumarið 1993 en hún kom einnig út í Japan um haustið. Platan hlaut ágætar viðtökur gagnrýnenda hér heima, góða dóma í Pressunni, Degi og DV en einnig kom út lag með sveitinni á safnplötunni Núll & nix það sumar.

Þeir Frostbite-liðar gengu einnig undir nafninu Kali og undir því nafni kom út lag með þeim á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld, sumarið 1994.

Vinna var hafin við aðra plötu en hún hefur aldrei komið út, ekki liggur fyrir hvort sú plata var tilbúin fyrir útgáfu.

Efni á plötum