Frostmark (um 1972-73)

Frostmark

Hljómsveitin Frostmark starfaði við Héraðsskólann á Laugarvatni snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1972 og 73.

Meðlimir Frostmarks voru þeir Guðmundur Einarsson bassaleikari, Leifr Leifs Jónsson hljómborðsleikari (sonur Jóns Leifs tónskálds), Jens Kristján Guðmundsson söngvari, Viðar Júlí Ingólfsson trommuleikari og Ari [?] gítarleikari. Gunnar Herbertsson tók við af Ara gítarleikara og Jón Rúnar Halldórsson (faðir Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs) leysti Jens söngvara af hólmi. Fleiri gætu hafa komið við sögu þessarar sveitar, þannig mun Vilhjálmur Guðjónsson hafa verið gítarleikari í henni á einhverjum tímapunkti og einnig hefur nafnið Andrés [?] komið upp.