Fræ [1] (1974-76)

Fræ

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76.

Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?].

Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega var t.a.m. Kjartan Erlendsson í henni um tíma og þá líklega sem hljómborðsleikari.