Háspenna (um 1970)

Fyrir margt löngu starfaði hljómsveit á Sauðárkróki undir nafninu Háspenna, sveitin var líkast til ein allra fyrsta unglingahljómsveit þeirra Skagfirðinga en liðsmenn hennar voru líklega á aldrinum 12 til 14 ára. Háspenna var stofnuð árið 1969 eða 70 og starfaði líklega til 1971 en hún hafði m.a. á efnisskrá sinni lög með Creedence Clearwater Revival.…

Fræ [1] (1974-76)

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76. Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?]. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega…

Ceilidh band Seyðisfjarðar (1998-2006)

Ceilidh band Seyðisfjarðar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum keltnesk og norræn þjóðlög, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna starfaði hún á Seyðisfirði. Það var Ethelwyn „Muff“ Worden sem hafði frumkvæði að stofnun sveitarinnar og var eins konar hljómsveitarstjóri en hún var tónlistarkennari og mikill hamhleypa í…