Afmælisbörn 31. mars 2021

Kristján Hrannar Pálsson

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður píanóleikari og tónmenntakennari, hann hefur stjórnað Kór Verzlunarskóla Íslands og sungið sjálfur í kórum og sönghópum eins og Laugarárskvartettnum og Vox fox.

Kristján Hrannar Pálsson píanó- og saxófónleikari er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag. Kristján Hrannar hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur síðustu árin en hann hefur einnig starfað með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina s.s. Tvær á palli með einum kalli / Fjögur á palli, Danna og dixielanddvergunum, 1860 og Loftvörnum. Hann hefur jafnframt leikið inn á fjölda platna á ferli sínum.

Þórður Kristleifsson kórstjórnandi og menntaskólakennari (fæddur 1897) hefði líka átt afmæli á þessum degi. Hann stýrði mörgum kórum, m.a. Kór Menntaskólans að Laugarvatni og var mikill brautryðjandi í tónlistarlífi skólans. Þórður náði 104 ára aldri en hann lést 1997.

Jón Múli Árnason (fæddur 1921) sá mikli djassisti, tónlistarmaður, útvarpsþulur, rithöfundur, tónskáld og margt annað átti einnig afmæli þennan dag. Hann kynnti Íslendingum djasstónlistina að miklu leyti í gegnum starf sitt í útvarpinu og samdi mörg lög og söngleiki í samstarfi við Jónas bróður sinn. Sjómenn íslenskir erum við, Án þín, Undir Stórasteini og Söngur jólasveinanna eru allt lög eftir hann. Jón Múli lést 2002.

Vissir þú að Einar Bárðarson var eitt sinn í hljómsveit að nafni Tommi rótari en umræddur Tommi er enginn annar en Tómas Þóroddsson veitingamaður o.fl.?