FullTime 4WD (1994)

FullTime 4WD

Hljómsveitin FullTime 4WD kom úr Kópavoginum og var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994. Sveitin komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja keppninnar á eftir sigurvegurunum í Maus og Wool sem varð í öðru sæti.

Meðlimir FullTime 4WD voru Hlynur Aðils Vilmarsson trommuleikari, Halldór Geirsson hljómborðsleikari, Gunnar Örn Ármannsson gítarleikari, Elmar [?] gítarleikari, Viðar Egill [?] bassaleikari og Júlíus Johnsen söngvari.

Sveitin starfaði ekki lengi eftir Músíktilraunirnar.