Hljómsveitin Fudd starfaði á Akureyri vorið 1996 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin keppti þá í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 og var gítarleikari sveitarinnar, Kristján Örnólfsson kjörinn besti gítarleikari keppninnar.
Jens Ólafsson, síðar kenndur við Toy machine, Brain police og fleiri sveitir var söngvari Fudd en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar.