Fudd (1996)

Hljómsveitin Fudd starfaði á Akureyri vorið 1996 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin keppti þá í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 og var gítarleikari sveitarinnar, Kristján Örnólfsson kjörinn besti gítarleikari keppninnar. Jens Ólafsson, síðar kenndur við Toy machine, Brain police og fleiri sveitir var söngvari Fudd en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar.

Toy machine (1998-2001)

Toy machine frá Akureyri var um margt merkileg hljómsveit, hún var fyrst norðlenskra sveita til að eltast við meikdrauma erlendis og tilurð hennar átti stóran þátt í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var sett á laggirnar. Félagarnir sem mynduðu Toy machine höfðu verið saman í hljómsveitum um tveggja ára skeið og kallað sig Gimp þegar þeir…

Gimp (1997-98)

Akureyska hljómsveitin Gimp vann hratt á sínum stutta ferli, gaf út plötu og náði að spila erlendis áður en mannabreytingar urðu í henni og nafni hennar breytt í kjölfarið. Gimp, sem spilaði framsækið rokk var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri, þeim Jens Ólafssyni söngvara og gítarleikara (síðar Brain Police o.fl.), Baldvini Zophaniassyni trommuleikara, Kristjáni Örnólfssyni gítarleikara…

Gimp – Efni á plötum

Gimp – Crippled plaything Útgefandi: Gimp Útgáfunúmer: Gimp 001 Ár: 1997 1. Red 2. Blows 3. Home 4. Ain’t got you 5. Mystery girl 6. P.u.m.a. 7. Spiders eyes 8. Galaxy one 9. Bitter 10. Dissy 11. Sad song Flytjendur Jens Ólafsson – gítar og söngur Kristján Örnólfsson – gítar Baldvin Zophaniasson – trommur Atli Hergeirsson –…