Laufið [1] (1974-77)

Laufið[1]21

Laufið

Hljómsveitin Laufið var stofnuð í Hafnarfirði snemma árs 1974 af ungum og upprennandi tónlistarmönnum en Björn Thoroddsen gítarleikari var meðal þeirra.

Ekki liggur fyrir hverjir aðrir stóðu að sveitinni í upphafi en sumarið 1975 var sveitin skipuð þeim Geir Gunnarssyni söngvara, Gylfa Má Hilmissyni gítarleikara, Svavari Ellertssyni trommuleikara og Jóni Trausta Harðarsyni bassaleikara, auk Björns.

Það sumar var sveitin nokkuð öfluð í spilamennsku á öldurhúsum borgarinnar en um haustið hættu þeir Svavar trommuleikari og Jón Trausti bassaleikari í sveitinni, í þeirra stað komu Guðjón Gíslason og Sigurður Kristjánsson. Einnig bættist í hópinn Guðmundur hljómborðsleikari Óskarsson.

Laufið var ekki áberandi um veturinn en heldur lifnaði yfir henni vorið eftir (1976), og lék hún víða um sumarið. Svo virðist sem þá hafi sveitin verið búin að ganga í gegnum einhverjar mannabreytingar en upplýsingar um þær eru af skornum skammti. Heimildir segja þó að Júlíus Pálsson og Jens Pétur Atlason gítarleikari hafi haft viðkomu í hljómsveitinni, hvort sem það var um þetta leyti ellegar á öðrum tíma. Einnig er Gvendur Svönu nefndur til sögunnar en það gæti verið áðurnefndur Guðmundur Óskarsson.

Sveitin starfaði til ársins 1977 en á safnplötunni Hafnarfjörður í tónum sem út kom 1997, er að finna lag með sveitinni (Hafnarfjarðarbúgí). Það lag líklega tekið upp sérstaklega fyrir plötuna og er aðeins að hluta til skipuð fyrri meðlimum Laufsins.