Lassie (1994)

engin mynd tiltækHljómsveitin Lassie (gæti hafa verið dúett) varð skammlíft verkefni þeirra Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) og Styrmis Sigurðssonar, sem höfðu áður unnið saman m.a. í Pax Vobis. Sveitin kom fram í skemmtiþætti Hemma Gunn vorið 1994 og lék tónlist sem var í ætt við fyrri sveitir þeirra, og þá gáfu þeir út að plata væri á leiðinni með haustinu. Hún kom aldrei út og ekkert bendir til að Lassie hafi komið fram nema við þetta eina tækifæri.