Ormurinn mjói
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Undan stórum, stórum, stórum steini
stingur ormurinn mjói höfði og sér
grasið, laufið og gráan himin
og grútskítugar tærnar á þér.
Það sem einum finnst stórt getur öðrum fundist smátt,
það sem Ara sýnist grænt virðist Rósu kannski blátt.
Það sem mömmu þykir mikið mælir pabbi og segir lítið.
Það er svo margt í heieminum undarlegt og skrítið.
Undan stórum, stórum, stórum steini
stingur ormurinn mjói höfði og sér
grasið, laufið og gráan himin
og grútskítugar tærnar á þér.
Það sem einum þykir dýrmætt er hjá öðrum lítils virt,
það sem er á hraðri ferð getur líka staðið kyrrt.
Það sem flestum sýnist svart geta sumir kallað litað.
Það er svo margt í heiminum sem enginn getur vitað.
Undan stórum, stórum, stórum steini
stingur ormurinn mjói höfði og sér
grasið, laufið og gráan himin
og grútskítugar tærnar á þér.
Það sem afa heyrist lágvært getur ömmu fundist hát.
Það sem einhver telur margt virðast stundum býsna fátt.
Það sem Valdi var að laga vilja aðrir krakkar skemma.
Það er svo margt í heiminum sem ekki virðist stemma.
Við getum lært af sögunni, við getum reynt að sjá
hvað gerist þegar mennirnir rífast um að fá,
það sem einn vill ólmur nota meðan aðrir hyggjast spara.
Það er svo margt í heiminum sem betur mætti fara.
Undan stórum, stórum, stórum steini
stingur ormurinn mjói höfði og sér
grasið, laufið og gráan himin
og grútskítugar tærnar á þér
[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]