Í stórum hring mót sól

Í stórum hring mót sól
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla)

Undur og – stórmerki
– í fjaðrasófum grænum,
við sitjum á sama stað
en erum samt að ferðast.
Við eigum okkur draum um það að geta ekið endalaust.

Þeysum á vélfákum
sem heita skrýtnum nöfnum
og láta sem ekkert sé
þó einhver sé í vegi.
Við eigum okkur draum um það að geta riðið hömlulaust.

sóló

Bifreiðar, gljáandi,
þær streyma í löngum bunum
um farvegi borganna,
mér finnst ég vera að drukkna.
Við eigum okkur draum um það að geta lifað endalaust.

[m.a. á plötunni Stuðmenn – Tívolí]