Í sumar og sól

Í sumar og sól
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)

Í dag vil ég syngja, sólin á himni hlær,
sönginn um okkur, kenndir mér hann í gær.
Ég söng hann í gærkvöldi, söng hann í alla nótt,
að syngja og elskast, það verður aldrei ljótt.

Um sumar og sól, ég syng þó að rigni í dag,
um sumar og sól, já svoleiðis er þetta lag.
Í sumar og sól er söngurinn minn og þinn,
í sumar og sól nú svífum við kinn við kinn.

Kysstu mig fastar, svo finni ég hjartað slá,
af kossunum þínum, seint mun ég nægju fá.
Öllu ég gleymi, allt verður bjart og hlýtt,
kysstu mig aftur, svo allt byrji upp á nýtt.

Um sumar og sól ég syng þó að rigni í dag,
um sumar og sól, já svoleiðis er þetta lag.
Í sumar og sól er söngurinn minn og þinn,
í sumar og sól nú svífum við kinn við kinn.

Í kvöld þegar húmið hjúpast um þig og mig
syng ég um okkur, syng ég um þig og mig.
Allt það sem seinna, okkur svo hendir þá
eigum við saman, engum það segja má.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]