Með þér

Með þér
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)

Mér líður best og lukkast flest
með þér – með þér,
með þér og þetta dagsatt er
með þér – með þér.
Á hverjum degi satt ég segi
svona lengi hefur gengið.
Allt frá því ég sá þig þarna fyrst.

Ég hafði þúsund dansgólf dapur leitað
og dreymt um þig í laumi nú ég veit það
í faðmi þínum fann ég loksins ró,
í faðmi þínum söng ég hátt og hló.

Ég hafði leitað þín í þúsund teitum,
þaulleitað í kaupstöðum og sveitum.
En óróleikinn elti mína skó,
aldrei fannst mér leitað væri nóg.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]