Frímann flugkappi

Frímann flugkappi
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon)

Frímann þeir mig kalla,
flugkappa,
ég fæst við skoðun þjóhnappa og
kvenlappa, um garðinn ég
sælgæti dreifi og meyjanna
hjörtu ég hreyfi, í vélinni
fljúga ég leyfi sem vilja þýðast mig.

Ég er í konuleit.

sóló

Á sumardaginn fyrsta flögraði ég um
og heyrði í talstöðinni köll frá meyjunum,
þær vildu jú allar mér unna,
engin læti sér skvísurnar kunna,
marga‘ um dagana kysst hef ég munna
sem vildu þýðast mig.

Ég er í konuleit.
Konuleit.
Konuleit.
Konuleit.

Kallar eru‘ í konuleit og konur eru‘ í kallaleit.
Kallar eru‘ í konuleit og konur eru‘ í kallaleit.
Kallar eru‘ í konuleit og konur eru‘ í kallaleit.
Kallar eru‘ í konuleit og konur eru‘ í kallaleit.

[af plötunni Stuðmenn – Tívolí]