Engin má sjá

Engin má sjá
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Jón Sigurðsson)

Við brosum alltaf þegar einhver er nærri,
engan skal gruna það að nokkuð sé að
því heimilið
skal sýnast alheilt útávið.
Allir í sátt.
Fólkið, já við og þið.

Við hugsum oft um það sem aðrir segja
og það sem aðrir fá að sjá, og heyra
því álitið
er okkur eilíft augnamið.
Enginn skal sjá
eitt tár – né ég sé sár.

Við verðum oft að fela okkur bæði
fyrir öðrum, með því að sýnast annað
en helst við vildum, vegan þess að
við tvö eigum heim
sem við eigum ein og getum varið.

Það kemur engum við sem eigum við saman
og ágreining við getum jafnað í ró
ef höfum frið
og engin ýtir okkur við
engin má sjá.
Mitt bros, þitt bros né tár.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]