Við eigum saman

Við eigum saman
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Þau spyrja hvað við gerum
og ég svara: við eigum saman.
Þetta er okkur enginn vandi,
svo auðvelt, við unnumst enn svo heitt
að því getur aldrei neitt
hjá okkur framar breytt.
Við vitum nú að okkar ást er hrein og örugg.

Þau spyrja: Ef þið rífist?
og ég svara: Við eigum saman.
Ef þið verðið ósátt stundum?
og ég segi: Þá elskumst alltaf mest,
erum hvort við annað best.
Vitið þið það?
Þau spyrja: Hvernig tekst það?
og við svörum: Við unnumst enn svo heitt.

Við eigum saman.
Við unnumst enn svo heitt
að því ekkert getur breytt.
Vitið þið það?
og þau spyrja: Hvernig tekst það
og við svörum: Við elskumst enn svo heitt.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]