Álfkonan

Álfkonan
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Sat ég upp við Fjósaklett
og horfði á lífsins leik,
bergnuminn með frosið bros á vör.
Kom þá til mín álfkona,
hún hvergi virtist smeyk,
blóðrás mín varð undarlega ör.

Kyssti hún mig á vangann blítt
í blámóðu ég leið,
löngun mín varð sterk í annan koss.
Söng hún til mín álfaljóð
með unaðskenndum hljóm
og hvarf á brott og skildi eftir tóm.

Viðlag
Ég verð að fara‘ að leita, leita,
ég verð að fá að sjá hana,
ég ætla ekki‘ að sofa einn í nótt.
Ég verð að fara‘ að leita, leita,
mig langar til að sjá hana,
ég ætla ekki‘ að sofa einn í nótt.

Álfkonan í Fjósakletti,
frjálsleg er og fríð,
augun hefur brún og engilblíð.
Álfkonan í Fjósakletti,
sagðist elska mig,
ég væri týpa sköpuð fyrir sig.

Viðlag

Nakin stendur álfkonan á álfahól,
nakin stendur álfkona á hól.
Er hún mennsk?
Er hún ensk?
Er hún mannelsk?
Ég bara spyr, ég bara spyr.

Álfkonan í Fjósakletti,
frjálsleg er og fríð,
augun hefur brún og engilblíð.
Álfkonan í Fjósakletti,
sagðist elska mig,
ég væri týpa sköpuð fyrir sig.

Viðlag

Nakin stendur álfkonan á álfahól,
nakin stendur álfkona á hól.
Er hún mennsk?

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]