Tvö ein

Tvö ein
(Lag / texti: Björgvin Halldórsson / Jón Sigurðsson)

Við göngum tvö ein
og segjum öll þau orðin
sem allir hvísla eitthvert sinn
ef ástin í hjarta býr.

Við erum tvö ein
og vitum að vorið okkar
er komið og ég kyssi þig,
þú kveðst vera alltaf minn.

Þú varst feiminn,
ég var dreymin,
fann að hjartað sló.
Og ljósar, langar nætur
við læddumst ein til okkar funda.
Út með sundum
og inn á grundum
eru döggvot spor.
Það varðar engan um það
hver er á ferð um sumarnótt.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]