Óskaðu þér!

Óskaðu þér!
(Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Ef þú gætir fundið
fyrirhafnarlaust
fjögralaufa smára
í sumar eða haust,
væri enginn vandi,
vittu bara til,
að eignast alla hluti
eða hér um bil.

Sumir vilja eignast
allra handa dót,
eitilharðan víking
með bæði sverð og spjót,
altalandi apa
eða kranabíl,
bakpoka‘ eða bolta
og bleikan krókódíl.

Óskaðu þér, óskaðu þér!
En ekki segja mér
hver óskin þín er.

Hvernig er nú best
að eignast óskastein?
Ætli séu til þess
fleiri leiðir en ein?
Ef þú óvænt hittir
álfkonu á ferð
þá gerðu henni greiða
og glitsteininn þú sérð.

Óskaðu þér, óskaðu þér!
En ekki segja mér
hver óskin þín er.

Kannsk viltu ferðast
yfir fjöllin há,
fljúga langa vegu
bara til að sjá h
eiminn fyrir handan,
hafið undrablátt
og finna þar í friði
fólkið, stórt og smátt.

Óskaðu þér, óskaðu þér!
En ekki segja mér
hver óskin þín er.

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]