Krummavísur [2]

Krummavísur [2]
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Hefur séð hann svarta krumma
sem er oft að flækjast hér?
Einu sinni át hann nammi
úti‘ á tröppunum hjá mér.

Einn á heima‘ í háum turni,
horfir yfir stræti og torg,
fylgist vel með ferðum þínum,
furðar sig á stórri borg.

Krunkaðu nú krummi svarti,
kallaðu á nafna þinn!
Krunkaðu bæði kvölds og morgna?
Krummi þú ert fuglinn minn.

Augastað á ýmsu hefur,
eignast vill hann glys og skraut,
í fyrra stal hann fínni nælu
af frú sem býr við Miklubraut.

Feitan sauð hann finnur hvergi,
fer því svangur heim til sín.
Æ, komdu bara krummi gamli,
kvöldmat eldar mamma mín.

Krunkaðu nú krummi svarti,
kallaðu á nafna þinn!
Krunkaðu bæði kvölds og morgna?
Krummi þú ert fuglinn minn.

Á köldu svelli krummi sprangar,
kann að stíga fugladans,
svo vafalítið vildu margir
vera þar í sporum hans.

Svona er hann svarti krummi,
svífur yfir garð og tjörn.
Án þess að hann ætli sér það
óvart hrekkir lítil börn.

Krunkaðu nú krummi svarti,
kallaðu á nafna þinn!
Krunkaðu bæði kvölds og morgna?
Krummi þú ert fuglinn minn.

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]