X-rated (1992)

X-rated

Hljómsveitin X-rated eða Richard Scobie & X-rated var sveit sett saman til að kynna sólóplötu söngvarans Richards Scobie fyrir jólin 1992 en hún bar einmitt titilinn X-rated.

Meðlimir hennar auk Richards voru John Sörensen gítarleikari, Brad Doan trommuleikari, Bergur Birgisson bassaleikari og Yann Chamberlain, sá síðast taldi var reyndar sá eini félaganna sem hafði komið að gerð plötunnar enda var sveitin einungis sett saman til að kynna plötuna.

X-rated starfaði í nokkrar vikur um haustið 1992 og lék víðs vegar um land en aðallega þó á höfuðborgarsvæðinu.