XAF (1982-83)

Veturinn 1982-83 var í Kópavogi starfandi hljómsveit skipuð meðlimum á grunnskólaaldri, undir nafninu XAF.

XAF varð ekki langlíf en meðlimir hennar voru Flosi Þorgeirsson bassaleikari og söngvari, Guðjón Þór Baldursson trommuleikari og Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari.

Sveitin lék nýbylgjurokk en helsta ástæða þess að hún liðaðist í sundur var ágreiningur um stefnu hennar, Magnús vildi fara poppaðri leið og stofnaði í kjölfarið Band nútímans á meðan Flosi og Guðjón voru á harðari línu, þeir starfræktu síðar hljómsveitina Eating plastic.