Xplendid (1986-87)

Xplendid

Hljómsveitin Xplendid (X-plendid) starfaði á árunum 1986 og 87 og gaf út fjögurra laga smáskífu sem fór reyndar ekki hátt.

Xplendid var í raun sama sveit og önnur sem bar nafnið Kynslóðin og gekk undir því nafni þegar hún lék á skemmtistaðnum Hollywood, meðlimir sveitanna beggja voru þeir Rúnar Þór Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Steingrímur Guðmundsson trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari.

Vorið 1987 kom út fjögurra laga plata með sveitinni á vegum nýrrar hljómplötuútgáfu sem bar nafnið Tóný, sama útgáfa gaf út plötuna Örlög með Sverri Stormsker um líkt leyti og túraði sveitin eitthvað með honum um sumarið. Hljóðfæraleikarar með Rúnari á plötunni eru sagðir vera Jón Ólafsson, Rafn Jónsson og Lárus Grímsson, auk Sigurgeir Sigmundssonar.

Efni á plötum