X-menn (1967)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveitina X-menn sem starfaði á Suðurnesjunum á tímum bítla og blómabarna, hugsanlega í Keflavík.

Sveitin var ný af nálinni haustið 1967 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðal meðlima hennar voru Sigurður Björgvinsson og Siguróli Geirsson sem voru þeir sem lengst störfuðu með sveitinni, en tíðar mannabreytingar munu hafa verið í henni.

X-menn komu saman á nýjan leik árið 2010 og léku þá á minningartónleikum um Siguróla.

Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um X-menn.