Vei (1999)

Hljómsveitin Vei var starfandi árið 1999 og tók það árið þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Sveitin komst í úrslit keppninnar og endaði í þriðja sæti, og komu því út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar, starfstíma né annað og er því hér með óskað eftir þeim.