Valskórinn [1] (um 1940-55)

Fáar heimildir er að finna um Valskór þann sem mun hafa starfað á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar innan knattspyrnufélagsins Vals. Kórinn söng í útvarpi árið 1941 og tveimur árum síðar var hann enn starfandi.

Valskórinn er einnig auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð Vals árið 1955 en engar upplýsingar er að finna um stjórnanda hans eða hvort hann hafði þá starfað samfleytt frá 1943.

Allar frekari upplýsingar um þennan kór mætti senda Glatkistunni.