Afmælisbörn 5. febrúar 2019

Halldór Kristinsson

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag í Glatkistunni:

Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) er sextíu og níu ára gamall í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda. Þá gaf hann út barnaplötu sem varð feikivinsæld einnig. Halldór söng inn á fjölda hljómplatna á sínum tíma en minna hefur spurst til hans hin síðari ár enda hefur hann búið erlendis.

Dalamaðurinn Friðjón Þórðarson fyrrum alþingismaður og ráðherra (fæddur 1923) hefði einnig átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima söngkvartettsins Leikbræðra sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Leikbræður gáfu út nokkrar plötur, þar af eina stóra með eldri upptökum en hún kom út 1977. Friðjón lést 2009.