Bölmóður (1992-93)

Bölmóður

Hljómsveitin Bölmóður frá Keflavík starfaði um tveggja ára skeið og var nokkuð virk í tónleikahaldi á Suðurnesjunum.

Sveitin virðist hafa verið stofnuð 1992 og lék þá m.a. á M-hátíð í Grindavík en vorið 1993 tók hún þátt í Músíktílraunum Tónabæjar. Meðlimir Bölmóðs voru þá Arnar Vilbergsson Hammond-orgelleikari, Kristinn Jónsson gítarleikari, Pálmar Guðmundsson bassaleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari og Jóhann Hjartarson trommuleikari.

Bölmóður sem lék eins konar hipparokk, komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en starfaði eitthvað áfram.